Æfingar í Alpagreinum hefjast á laugardaginn á Siglufirði

Til stendur að opna skíðalyfturnar í Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði núna um helgina og einnig stendur til að fara að hefja æfingar í alpagreinum.  Áætlað er að fyrsta æfingin hjá 10 ára og eldri verði haldinn á laugardaginn 3. desember og svo er stefnt á að hefja æfingar hjá yngri hópum strax í næstu viku.

Þá er skíðagöngubrautin á Ólafsfirði tilbúin til notkunar en hún er nefnd Bárubraut.

Nýlega var skrifað undir samstarfssamning milli Skíðafélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Siglufjarðar.  Stjórnir félaganna hittust í skíðaskálanum í Tindaöxl í Ólafsfirði þar sem formenn félaganna skrifuðu undir samstarfssamning félaganna tveggja í alpagreinum fyrir veturinn 2011-2012

Tveir þjálfarar munu sjá um þjálfun í alpagreinum þeir Andrés Guðmundsson og Snorri Páll.