Blakfélag Fjallabyggðar (BF) býður upp á æfingabúðir fyrir börn og unglinga (1.-10.bekk) föstudaginn 24. mars og laugardaginn 25. mars í íþróttahúsinu á Siglufirði. Æfingarnar eru haldnar í samstarfi við Lorenzo Ciancio unglingalandsliðsþjálfara Íslands en hann mun stýra æfingunum ásamt þjálfurum BF.
Öllum áhugasömum er velkomin þátttaka sem er öllum ókeypis en mikilvægt er að þátttakendur skrái sig svo þjálfarar geti skipulagt æfingarnar (oskar@mtr.is, 699-8817 eða skilaboð á facebook (Anna María Og Óskar)).
Skipulag æfingabúðanna er eftirfarandi:

Föstudagurinn 24.mars:
14:30-16:00 1.-4.bekkur
16:00-18:00 5.-10.bekkur

Laugardagurinn 25.mars:
14:00-15:30 1.-4.bekkur
15:30-17:00 5.-10.bekkur

Að loknum æfingunum á föstudeginum er þátttakendum boðið í pizzuveislu í kaffiteríunni í íþróttahúsinu í boði BF.