Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa, Fjallabyggðarhafnir og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra verða með sameiginlega æfingu í viðbrögðum við bráðamengun í höfninni á Siglufirði á morgun, þriðudaginn 17. október.

Æfingin mun fara fram við Óskarsbryggju á Siglufirði. Æfingin er hluti af árlegri æfingaáætlun Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar og er gerð með því markmiði að æfa samskipti milli viðbragðsaðila og þjálfa starfsmenn viðkomandi aðila í notkun á mengunarvarnabúnaði hafnarinnar. Áætlað er að æfingin hefjist uppúr hádegi á morgun, 17. október og verði fram eftir degi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð.