Æfa viðbrögð við snjóflóð í Hlíðarfjalli

Í kvöld, mánudagskvöldið 11. febrúar, ætla viðbragðsaðilar í Eyjafirði ásamt starfsmönnum í Hlíðarfjalli að æfa viðbrögð við því að snjóflóð hafi fallið inni á skíðasvæðinu og á skíðafólk. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu.

Æfingar sem þessi hafa verið haldnar nokkrum sinnum áður og eru nauðsynlegar til að efla þekkingu og samstarf allra sem koma að verkefni sem þessu sem og að auka líkur á farsælum árangri fyrir þolendur ef aðstæður sem þessar kæmu upp.

Æfingin hefst um kl. 18:00 og þarf fólk ekkert að óttast þó svo að það verði vart við fjölmennan hóp viðbragðsaðila á leið í Hlíðarfjall á þeim tíma.

Image may contain: one or more people and outdoor