Aðventuviðburðir í Skagafirði

Í dag, laugardaginn 7. desember verða jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar í Höfðaborg Hofsósi kl. 13 og aðventuhátíðir í Hofsóskirkju og á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Á sunnudaginn 8. desember verða aðventuhátíðir á Löngumýri og í Barðskirkju en þar verður helgileikur og jólasöngvar.

Jóla- og handverksmarkaður verður í grunnskólanum á Hólum kl 14 – 17 með kaffihúsastemmingu og jólabingó leikskólans á Hofsósi í Höfðaborg kl 14. Byggðasafnið í Glaumbæ verður opið á sunnudaginn milli kl 12 og 17 og boðið til rökkurgöngu í gamla bænum kl 15:30 einnig verður opið í Áskaffi á sama tíma.