Árlegur aðventumarkaður verður haldin í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, fimmtudaginn 30. nóvember milli klukkan 19:00 og 22:00. Fjöldi aðila er skráður með söluborð og verður vöruúrvalið af ýmsum stærðum og gerðum. Undanfarin ár hefur jólastemmningin verið mikil í Bergi á þessu kvöldi og hvetjum við alla til að líta við.