Aðventuhelgi í Skagafirði

Það fylgir því viss stemming í svartasta skammdeginu að fara í gamla bæinn í Glaumbæ í Skagafirði en hann er opinn um helgina milli kl. 15 og 17, laugardag og sunnudag og frítt inn. Flest fyrirtæki í Skagafirði eru með opið lengur en vanalega og eru opnar vinnustofur hjá Sólon í Gúttó og Skrautmeni í Áshildarholti. Maddömurnar standa vaktina í Maddömukoti, opið í Alþýðulist og það er aðventukaffihlaðborð í Áskaffi.

Karlakórinn Heimir hefur upp raust sína á laugardaginn í Skagfirðingabúð kl. 16:00 og á Dvalarheimili aldraðra kl. 17:00. Margrét Eir er með jólatónleika í Sauðárkrókskirkju á laugardagskvöldinu kl. 20:00. Með henni eru hljóðfæraleikarnir Breki Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Kirkjukór Sauðárkrókskirkju, Rögnvaldi Valbergssyni og systrunum Bergrúnu Sólu og Malen Áskelsdætrum.