Aðventudagur á Hólum í Hjaltadal

Sunnudaginn 11. desember er aðventudagur á Hólum í Hjaltadal og er hægt að fara í Hólaskóg og sækja sér jólatré. Það verður baðstofustemming í Nýjabæ í boði Kvenfélags Hólahrepps,  sögustundir, nemendur grunnskólans taka lagið og boðið verður upp á kakó og smákökur. Hóladómkirkja, Sögusetur íslenska hestsins og Bjórsetur Íslands verða opin.

Skógræktarfélag Skagfirðinga verður með sölu á jólatrjám í Varmahlíð á sunnudaginn við Lindarbrekku.

Hóladómkirkja