Fjallabyggð gaf út sína árlegu aðventu- og jóladagskrá í byrjun desember og var dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Að auki er dagskrá og viðburðir að finna á heimasíðu Fjallabyggðar. Nýjustu útgáfuna má finna á vef Fjallabyggðar.

Hægt er að sjá flesta viðburði í Fjallabyggð á þessu dagatali, en listinn er þó ekki tæmandi.

Um helgina er til dæmis djassaðir jólatónleikar í Alþýðuhúsinu og á morgun eru jólatónleikar í Síldarminjasafninu (Bátahúsinu). Þeir sem vilja fara út að skemmta sér í kvöld geta kíkt í Höllina í Ólafsfirði þar sem DJ Hilli heldur uppi stuðinu og þar er frítt inn.

Á mánudaginn er svo aðventustund eldri borgara í Fjallabyggð hjá Síldarminjasafninu.

Nóg um að vera næstu daga og vikur í Fjallabyggð.