Aðstöðuhúsið við tjaldsvæðið í Ólafsfirði enn óuppsett

Enn hafa engin tilboð borist í uppsetningu á nýju aðstöðuhúsi á tjaldsvæði í Ólafsfirði. Nýjasta útspil Fjallabyggðar er að leita eftir samningum við verktaka á svæðinu. Byggingaleyfi fékkst fyrir húsinu í apríl, en síðan þá hefur ekki tekist að fá tilboð í uppsetningu hússins. Í upphafi var haldið lokað útboð til þriggja fyrirtækja í Fjallabyggð, en engin tilboð bárust frá þeim vegna anna í öðrum verkefnum.

Til að leysa málið í sumar þá var gestum tjaldsvæðisins í Ólafsfirði veittur aðgangur að sundlauginni.