Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns í rannsóknardeild við embættið. Um er að ræða tímabundna stöðu og gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna tímabundið frá 16. september 2021 til og með 30. september 2022.  Aðstoðaryfirlögregluþjónn fer með daglega stjórn rannsóknardeildar, fer með mannaforráð og situr í yfirstjórn embættisins.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglunnar og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2021.

Allar nánari upplýsingar hér.