Aðstoðarskógarvörður á Norðurlandi

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal.  Starfið heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins og felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna er lúta að meðferð þjóðskóganna á Norðurlandi.  Um 100% starf er að ræða og er miðað við að upphaf ráðningar sé 1. janúar 2015.

Kröfur um menntun, reynslu og hæfni:

• Háskólamenntun í skógfræði, skógtækni eða skyldum greinum er æskileg.
• Reynsla af vinnu við gróðursetningu, grisjun og aðra skógarumhirðu er nauðsynleg.
• Reynsla af verkstjórn og mannaforráðum er æskileg.
• Reynsla af skógmælingum og gerð skógræktaráætlana er nauðsynleg.
• Reynsla af notkun Arc Info er æskileg.
• Hæfni til að stjórna verkefnum og vinna hvort heldur sem er sjálfstætt eða í hópavinnu er skilyrði.
• Samstarfshæfni og jákvæð almenn framkoma eru skilyrði.

Nánari upplýsingar á Starfatorg.is