Aðsóknarmet hjá Síldarminjasafninu

Síldarminjasafnið á Siglufirði er opið daglega í fimm mánuði á ári, frá 1. maí til 30. september. Þess fyrir utan er opið eftir samkomulagi. Nú er formlegum opnunartíma lokið, en enn töluverður gestagangur og mikið um bókanir á hópum.
Frá 1. janúar hafa 21.000 gestir sótt safnið heim, sem er töluverð aukning frá því sem áður hefur verið, en frá árinu 2011 gestir verið á bilinu 17.000 – 20.000 á ári. Hlutfall erlendra ferðamanna hefur haldið áfram að hækka og stendur nú í 60%. Þá má líka geta þess að aldrei fyrr hefur verið saltað jaft oft og í sumar, en fram fóru 31 síldarsöltun. Það er því ljóst að árið 2015 slær út öll fyrri gestatölumet.

Texti: sild.is

Gestafjoldi-fra-1994.2014-page-001-1

Síldarminjasafnið