Vinsældir Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði fara óðum vaxandi. Í vetur hafa 16500 manns komið á svæðið sem er aðsóknarmet og hafa opnunardagar verið 98 talsins.  Þá var ný lyfta opnuð s.l. haust sem eykur möguleikana á svæðinu.

Um helgina var stefnt að því að hafa síðustu opnunardagana en vegna veðurs þá verður svæðið lokað. Þann 1. maí komu um 200 manns í fjallið og skemmtu sér vel, en líklega var það síðasti opnunardagur vetrarins.

62864_4671720946656_1352888343_n