Í dag er runninn upp dagurinn sem við göngum til sveitarstjórnakosninga. Í Fjallabyggð eru 42 einstaklingar sem eru tilbúnir í að bjóða sig fram til starfa fyrir sveitarfélagið, þrír framboðslistar sem eru að leitast eftir umboði íbúa sveitarfélagsins til að fá að fara með stjórn sveitarfélagsins næstu 4 árin.
Nú hafa allir listarnir lagt fram sín stefnumál og reynt að eftir megni að kynna sínar áherslur, í dag leggjum við stefnumálin og mannauðinn okkar fyrir dóm kjósenda í Fjallabyggð.
Ég hvet íbúa Fjallabyggðar til að mæta á kjörstað og nýta atkvæðaréttinn sinn.
Mínar bestu óskir um góðan dag og gleðilega helgi.
Sjáumst kát og hress í kosningakaffinu í dag.
Jón Valgeir Baldursson
1. sæti H-Listans Fyrir heildina í Fjallabyggð.
