Aðsend grein – Að slá sig til riddara

Vinsamleg ábending til frambjóðanda í þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð.

Að slá sig til riddara korter fyrir kosningar og telja kjósendum trú um að hér sé mættur sérstakur talsmaður barna finnst mér vægast sagt billegt.

Það vita allir að ef áhugi er hjá kjörnum fulltrúum sem hafa með þennan málaflokk að gera þá ættu þessir verkferlar og verkfærakista nú þegar að vera til staðar. Náir þú kjöri og hafir þú slíkan metnað fyrir börn í Fjallabyggð þá ætti að verða þitt fyrsta verk að ganga úr skugga um á hvaða stað þau mál eru sem komið hafa inn á borð félagsmálayfirvalda og barnaverndarnefndar hér í Fjallabyggð. Þannig tel ég skynsamlegast að byrja nýtt upphaf í velferð barna í Fjallabyggð. Við höfum ekki tíma til að bíða í tvö ár, til þess er hvert barn of dýrmætt. Tökum fyrst til í eiginn ranni og síðan má fara í að afrita áætlanir Akureyrarbæjar og Kópavogs um innleiðingu barnasáttmála UNICEF eða aðrar leiðir þar sem velferð barna er sett í öndvegi.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna þá eiga börn rétt á að á þau sé hlustað!

Góðar stundir,

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir

 

Texti: Aðssent.