Aðgengi að ljósleiðara í dreifbýli Fjallabyggðar kostar 250 þúsund

Tengir hf. á Akureyri og Fjallabyggð hafa gert með sér samning vegna uppbyggingar á ljósleiðara í dreifbýli Fjallabyggðar.  Tengir hf. leggur ljósleiðara (stofndreifikerfi) um sveitarfélagið og gefur fasteignaeigendum, þar með talið lögbýlum, kost á tengjast því með heimtaug frá stofnstreng.

Íbúar greiða inntaksgjald heimtauga samkvæmt verðskrá, að upphæð kr. 250.000.  Heimtaugar verða því aðeins lagðar frá stofndreifikerfi Tengis hf. að lögbýlum ef fyrir liggur tengibeiðni og að heimtaugagjald sé greitt.  Þeir íbúar sem ekki sjá sér fært að tengjast heimtaug í þessum fyrsta áfanga mun bjóðast að tengjast síðar eða eftir að framkvæmdum en lokið en hækkar þá tengigjald samkvæmt verðskrá í kr. 343.305.

Ljósleiðari í Dreifbýli á Siglufirði verður rúmlega 1,5 km á lengd, en hann mun meðal annars ná að Íþróttamiðstöðinni að Hóli og að Siglufjarðarflugvelli. Í Ólafsfirði er svæðið mun stærra og verður ljósleiðarinn í dreifbýli þar rúmlega 17,6 km á lengd og verður það fyrsti áfangi verksins.