Aðflugshallamælir á Húsvíkurflugvelli er ekki vottaður og þar af leiðandi ekki hægt að nýta hann við ákveðnar aðstæður.  Gert ráð fyrir að farþegafjöldi um Húsavíkurflugvöll verði vel yfir 10 þúsund farþegar í ár.  Undanfarna sumarmánuði hafa yfir 1000 farþegar á mánuði farið um flugvöllinn.   Ljóst er að þessi aðstaða skapar óhagræði fyrir rekstraraðila og farþega.

Húsavíkurflugvöllur í Aðaldal er 1605 metra langur og 48 metra breiður. Flugbraut og flughlað eru lögð malbiksbundinni möl.  Aðaldalurinn er víður og opinn og flugbrautin takmarkast því ekki af landslagi, s.s. háum fjöllum eins og víða er við íslenska flugvelli. Af þessum ástæðum m.a. eru góðar veðuraðstæður á Húsavíkurflugvelli.

Bæjarstjóra Norðurþings hefur verið falið að funda með fulltrúum Isavia vegna málsins.