Aðeins tveir í einangrun í Dalvíkurbyggð og 45 á Norðurlandi

Staðan í Fjallabyggð hefur verið góð síðustu daga og engin covid tilfelli hafa verið og enginn í sóttkví.

Núna er aðeins tveir í einangrun í Dalvíkurbyggð vegna covid. Enginn er í sóttkví og lítur út fyrir að þessi smit séu að hverfa úr samfélaginu. Engin smit eru heldur í Fjallabyggð, en ennþá eru nokkrir tugir í einangrun á Akureyri.

Á öllu Norðurlandi eru núna 45 í einangrun og 36 í sóttkví.