Aðeins tvær vikur í fyrsta mótsleik sumarsins hjá KF

Knattspyrnuvertíðin er að hefjast hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Að öllu óbreyttu þá mun liðið hefja leik í Mjólkurbikarnum gegn Dalvík/Reyni eða Samherja, laugardaginn 1. maí. Viku síðar hefst svo Íslandsmótið í 2. deild karla og mun KF leika gegn Kára í 1. umferð. Leikurinn fer fram á Akranesi, eftir aðeins þrjár vikur. 15. maí heimsækir KF lið Reynis í Sandgerði. Fyrsti heimaleikurinn verður í 3. umferð þegar Leiknir Fáskrúðsfirði kemur í heimsókn.

Eins og síðustu 10 árin mun vefurinn fjalla um leiki KF í sumar.  Aðilar sem vilja styðja við þessar umfjallanir hafi samband við ritsjtóra.

Við munum birta viðtöl við leikmenn KF fyrir og eftir mót og vera með sérstaka upphitun fyrir Íslandsmótið þar sem farið verður yfir leikmannahópinn.