Aðeins hlýrra í nótt á Siglufirði

Eins og greint var hér frá í gær fór hitinn í 1,2 ° á Siglufirði aðfaranótt laugardags, en töluvert hlýrra var í nótt, hitinn fór niður í 4,2 ° kl. 03 í nótt, en strax kl. 08 var hitinn kominn í 12,3° og stefnir í fallegan dag á Siglufirði. Töluvert hlýrra var í Héðinsfirði í nótt líkt og nóttina á undan, en hitinn þar fór aðeins niður í 7,1°  kl. 03 í nótt og var kominn í 10,5 ° kl. 08 í morgun. Þá fór hitinn aðeins niður í 6,5 ° í Ólafsfirði í nótt kl. 03 og var orðinn 8,8 ° kl. 08 í morgun.

Héðinsfjörður