Aðeins eitt tilboð barst til Fjallabyggðar vegna skólamáltíðar fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar þegar opnað var fyrir tilboð 2. júní síðastliðinn. Um var að ræða skólamáltíðir fyrir árin 2021-2024, en aðeins eitt tilboð barst frá Höllinni veitingahúsi í Ólafsfirði.

Samningsfjárhæð er kr. 28.383.600.- á ári miðað við áætlaðan fjölda seldra máltíða.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Hallarinnar veitingahúss í skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024 með möguleika á framlengingu um 1 ár í tvö skipti.