Frestur til að skila inn tilboðum í rekstur og starfsemi Hlíðarfjalls á Akureyri rann út þann 9. ágúst síðastliðinn. Aðeins eitt tilboð barst.
Eftir yfirferð á innsendum gögnum reyndist tilboðið ekki uppfylla hæfisskilyrði og var því hafnað.
Ríkiskaup, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskaði eftir tilboðum í heilsársrekstur skíða- og útvistarsvæðisins í Hlíðarfjalli þar sem markmiðið var að Hlíðarfjall yrði nýtt á sem fjölbreytilegastan máta fyrir samfélagið á Akureyri og gesti. Útboðið var auglýst í lok júní með tilboðsfresti til hádegis 9. ágúst.
Stjórn Hlíðarfjall mun nú í framhaldinu fara yfir stöðuna og meta hver næstu skref verða í málinu.