Aðeins einn með covid í Fjallabyggð og einn í sóttkví
Smitum í Fjallabyggð hefur fækkað hratt síðustu daga og núna er aðeins einn í einangrun og einn í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru núna 43 í einangrun og 75 í sóttkví.
Alls eru 85 í einangrun á öllu Norðurlandi og 45 í sóttkví. Þá greindust 108 innanlandssmit á öllu landinu í gær.