Covid staðan í Fjallabyggð hefur lagast mikið undanfarna viku. Í dag þá er enginn með covid í Fjallabyggð og aðeins einn í sóttkví í Ólafsfirði. Á öllu Norðurlandi eru aðeins 13 með covid og 58 í sóttkví. Flest smitin sem eru í gangi á Norðurlandi eru á Akureyri. Fjögur ný smit greindust þar um helgina sem teygjast m.a. inn í Giljaskóla.