Óvenju fá íbúðarhús eru nú til sölu í Ólafsfirði, en á fasteignavef mbl.is má aðeins sjá 9 íbúðarhús til sölu í póstnúmeri 625. Um er að ræða tvö einbýli, þrjú rað/parhús og fjórar hæðir eða fjölbýli. Þá eru þrjú atvinnuhúsnæði til sölu og spennandi tækifæri þar fyrir rétta aðila. Ekki er óvanalegt að um 25-30 íbúðarhúsnæði séu til sölu í Ólafsfirði, en nokkuð óvanalegt ástand er núna og greinilega töluvert af eignum sem hafa selst síðustu mánuði.