Aðeins 7 í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í dag frá sér tilkynningu um nýjustu tölur vegna kórónuveirunnar á svæðinu. Aðeins eru 7 í einangrun á Norðurlandi vestra og 19 í sóttkví. Þá hafa 451 lokið sóttkví og 28 náð bata á Norðurlandi vestra. Aðeins einn er í einangrun í Skagafirði en þar eru 10 í sóttkví. Alls hafa 35 smit verið greind á svæðinu.

Mynd frá Lögreglan á Norðurlandi vestra.