Aðeins 34 opnunardagar í Skarðsdal í vetur

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði lokaði 2. maí síðastliðinn. Veturinn hefur verið sérlega erfiður fyrir þetta frábæra skíðasvæði. Margir lokunardagar vegna covid og svo kom snjóflóð yfir svæðið í þokkabót sem skemmdi aðstöðuna og búnað.
Aðeins var því opið í 34 daga fyrir almenning á svæðinu og voru gestirnir því um 5490 samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum svæðisins. Þá er talið að um 1500-2000 manns hafi nýtt sér gönguskíðasvæðið á Siglufirði í vetur.
Til samanburðar þá voru 105 opnunardagar árið 2018 og um 10.000 gestir, 79 opnunardagar árið 2017 og um 7000 gestir.
Til samanburðar við nágrannana í Dalvík þá voru 79 opnunardagar í ár og 8000 gestir. Á því svæði er hægt að framleiða snjó þegar aðstæður eru réttar.