Aðeins 2000 gestir voru á skíðum á Siglufirði um páskana

Í tilkynningu segir að um 2000 gestir hafi heimsótt Skíðasvæði Siglfirðinga um páskana og gestir í vetur séu orðnir 10500.

Það sem hefur verið erfitt í vetur er hversu marga daga hefur þurft að hafa lokað vegna hvassviðris á Siglufirði en í fyrra voru gestir um 13000 talsins. Veðurfarið spilar mikið inní hversu marga daga á ári hægt er að hafa opið, en undanfarið hefur vindurinn ollið því að loka hefur þurft svæðinu.

Í dag var skíðasvæðið lokað vegna veðurs, en stefnt er að opna það á morgun ef  veður leyfir, þann 12. apríl.