Óvenju fáar íbúðir eru nú til sölu á Siglufirði, en aðeins 15 íbúðir, fjölbýlishús, einbýlishús, par/raðhús og hæðir eru nú auglýstar til sölu á fasteignavef mbl.is. Að auki eru þrjú atvinnuhúsnæði og hesthús auglýst til sölu. Algengt er að 25-35 eignir séu til sölu á Siglufirði, en núna er greinilega góð sala á góðum eignum.
Það er þekkt vandamál að erfitt sé að finna sér minni eignir á Siglufirði, og fólk sem vill minnka við sig á erfitt með að finna hentugt húsnæði. Þá eru einnig fjölmargar eignir nýttar sem orlofshús fyrir brottflutta íbúða, og hafa ekki fasta búsetu allt árið.
Skjáskot fasteigna á Siglufirði frá fasteignavef mbl.is.