Aðalgata 2 til sölu á Siglufirði

Valgeir T. Sigurðsson verslunarmaður á Siglufirði hefur sett húsin við Aðalgötu 2 og Tjarnargötu 16 á Siglufirði til sölu ef rétt verð býðst. Hann áskilur sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum boðum.

Húsið við Aðalgötu 2 á Siglufirði hefur verið uppgert. Húsið er byggt árið 1928 sem einbýlishús, skráð sem tæpir 270 fm að auki er 25 fm bílskúr bak við húsið. Brunabótarmat er rúmlega 48 milljónir en fasteignamat 16,5 milljónir skv. fasteignaskrá.

Tjarnargata 16 er í senn lager, skrifstofa og tvær íbúðir, byggt árið 1961 skv. fasteignaskrá.

Aðalgata2