Aðalfundur UMF Glóa á Siglufirði og ný stjórn kosin

Aðalfundur Ungmennafélagsins Glóa á Siglufirði var haldinn þann 23. apríl sl. Um 15 félagsmenn voru á fundinum og ræddu voru hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður greindi frá því að  góður árgangur hafi náðst á frjálsíþróttamótum á síðasta ári og iðkendur unnu til fjölda verðlauna.  Rætt var um að aldurskipta æfingum, en erfitt er að vera með fjölbreyttar æfingar fyrir breytt aldursbil iðkenda.  Stefnt er að því að efla Íþróttaskólann í Menntaskólanum á Tröllaskaga og skilar það iðkendum til Glóa og lengir æfingatímabilið.

Ungmennafélagið Glói stendur einnig fyrir árlegri Ljóðahátíð á Siglufirði ogKvennahlaupi ÍSÍ í Fjallabyggð.  Rekstur félagsins á síðasta ári var um ein milljón króna og var efnahagurinn neikvæður um þúsund krónur.

Þá var kosið í nýja stjórn félagsins og urðu nokkrar breytingar.  Helga Kristín Einarsdóttir og Rósa Jónsdóttir gengu úr stjórninni eftir margra ára setu.  Ný stjórn er nú þannig skipuð: Formaður er sem fyrr Þórarinn Hannesson og auk hans skipa stjórnina Margrét Einarsdóttir, Guðrún Ósk Gestsdóttir, Markús Romeó Björnsson og Patrekur Þórarinsson.

Nánar um þetta má lesa hér.