Aðalfundur Sjómannafélags Ólafsfjarðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði fimmtudaginn 29. desember kl. 13:00.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar fagnar einnig 40 ára afmæli sínu þann 26. janúar 2023. Af því tilefni er öllum félagsmönnum Sjómannafélags Ólafsfjarðar ásamt mökum boðið í afmælishóf í Tjarnarborg að aðalfundi loknum kl. 16:00-18:00, fimmtudaginn 29. desember.