Aðalfundur Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Aðalfundur Sjómannafélags Ólafsfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 29. desember kl. 14:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Félagsmenn eru hvattir til að mæta stundvíslega og taka virkan þátt í starfi félagsins og kjarabaráttu sjómanna, sem nú hafa verið kjarasamningslausir í 2 ár.

Á dagskrá fundar er meðal annars skýrsla stjórnar, ársreikningar, sjómannadagurinn 2022, kosning í sjómannadagsráð, kjaramál, önnur mál og happdrætti.