Aðalfundur hverfisráðs Hríseyjar

Aðalfundur hverfisráðs Hríseyjar verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember kl. 16.00 í Hlein.  Á dagskrá eru -venjuleg aðalfundarstörf.  Á fundinum verða ýmis málefni Hríseyjar rædd. Bæjarstjóri og fulltrúar frá Akureyrarbæ mæta á fundinn. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Dagskrá:
1.   Kosning fundarritara og fundarstjóra.
2.   Skýrsla stjórnar hverfisráðs fyrir
liðið starfsár.
3.   Kosning til hverfisráðs.
4.   Önnur mál.

Þeir sem vilja gefa kost á sér til setu í ráðinu tilkynni það á skrifstofuna í Hrísey sími: 466-1762 fyrir hádegi  miðvikudaginn 14. nóvember, með tölvupósti á lindamaria@akureyri.is eða til Lindu Maríu í síma 891-7293.