Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans á Tröllaskaga

Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans á Tröllaskaga verður haldinn þriðjudaginn 8. október klukkan 18:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og kjör nýrra stjórnarmanna í stað þeirra sem lokið hafa störfum. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti á fundinn. Í fundarhléi verður boðið upp á kaffi og kökur að hætti Bjargar Traustadóttur.

Heimild: mtr.is

mtr