Aðalbakaríið stækkar á Siglufirði og fær vínveitingaleyfi

Hið vinsæla Aðalbakarí á Siglufirði vinnur nú að því að stækka inn í næsta húsnæði, Aðalgötu 26 á Siglufirði, áður SR-Aðalbúð. Stefnt er að því að þar verði sæti fyrir að minnsta kosti 60 manns, og staðurinn verði í senn bakarí, kaffihús og matsölustaður með vínveitingaleyfi.  Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að sitja úti undir skyggni.  Aðalbakaríið er mjög vinsælt í hádeginu hjá iðnaðarmönnum og fleirum og því kærkomið að fá stærri sal fyrir alla viðskiptavini.

Aðalbakarí