Aðalbakaríið á Siglufirði fær ekki bílalúgu

Aðalbakaríið á Siglufirði hefur nú stækkað í næsta hús sem áður var SR- Aðalbúð, Aðalgötu 26 á Siglufirði og stendur við gatnamót Grundargötu og Aðalgötu. Eigendur Aðalbakarísins óskuðu eftir að fá að byggja bílalúgu á austurhlið hússins Aðalgötu 26, en því erindi var hafnað af skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þar sem breyta hefði þurft Grundargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu í einstefnugötu til norðurs.

Nefndin taldi því ekki mögulegt að gera Grundargötu að einstefnugötu þar sem göturnar austan og vestan við Grundargötu, Lækjargata og Norðurgata eru báðar einstefnugötur til norðurs. Að auki hefði þurft að fjarlægja gangstétt við bílalúgu og þar með þyrfti gangandi vegfarendur að ganga út á götuna.