Skólastarf er byrjað á ný  og börnin okkar komin út í umferðina.  Ástæða er til að benda á nýja gönguleið sem nemendur á Siglufirði fara í hádeginu til að komast í mat. Nú fara nemendur yfir Aðalgötu og Gránugötu til þess að komast í Rauðku. Báðar þessar götur eru mikilvægar umferðaræðar og umferð töluverð um hádegisbil. Við biðjum akandi vegfarendur að fara með gát.

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar