Abbý opnar sýningu í Ólafsfirði

Listakonan Arnfinna Björnsdóttir (Abbý á Siglufirði) opnar nýja sýningu á Kaffi Klöru í Ólafsfirði um helgina.
Verkin eru unnin á þessu ári og kallast sýningin Kátínur og Gleðigjafar. Abbý var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017 og hefur fengist við listir og handverk í tæp 60 ár.

Sýningin verður opin laugardaginn 15. maí og sunnudaginn 16. maí frá kl. 15:00-17:00 og mun standa fram í júní.

Mynd: Fjallabyggð.is