Áætlaður viðgerðarkostnaður Hafnarbryggju á Siglufirði 100-500 milljónir

Drög að skýrslu frá Siglingastofnun sýnir að áætlaður viðgerðarkostnaður Hafnarbryggju á Siglufirði er talinn vera frá 100 milljónum króna til 500 milljóna króna. Kostnaðurinn veltur á varanleika viðgerðarinnar.
Yfirstjórn Fjallabyggðar hefur rætt málið við þingmenn sem og Fjárlaganefnd Alþingis.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórnvöldum og Siglingastofnun um málið. Brýnt sé að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.