Áætla að hafa smíðavöll í Fjallabyggð í sumar

Fjallabyggð hyggst bjóða uppá smíðavöll í 4 vikur í sumar fyrir börn fædd á árunum 2005-2009. Smíðavöllurinn yrði starfræktur fyrir  hádegi á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Smíðavellir eru afar vinsælir hjá börnum og gefst þeim tækifæri að skapa eigin verk og láta reyna á kunnáttu sína í smíðum.

Útfærsla og tímasetning verður nánar auglýstur síðar.