Á Willys upp Skarðsveginn

Þessir heiðursmenn fóru í vikunni upp Skarðsveginn á Siglufirði á tveimur Willys jeppum, þetta eru þeir Andrés Magnússon og Ragnar Aðalsteinsson.  Sá græni til vinstri er 1947 árgerð en sá til hægri er fyrst skráður árið 1997.

Skarðsvegurinn hefur ekki verið opnaður undanfarin ár og hefur Vegagerðin svarað því að það sé ekki á áætlun að opna veginn. Skarðsvegurinn var lengi eini vegurinn til Siglufjarðar en hann var lagður árið 1946. Með tilkomu Strákaganga árið 1967 minnkaði notkunin á veginum sem var þó aðeins opinn í 3-4 mánuði á árinu.

Myndina tók Björn Valdimarsson og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi.

12042926_10206252702169941_8301988600135825328_n
Skarðsvegur – Björn Valdimarsson.