Á tökustað Ófærðar á Siglufirði

Glæpa og dramaþættirnir Ófærð eru teknir upp á Siglufirði og einnig á Seyðisfirði í framhaldinu. Tökur á Siglufirði verða út mars mánuð. Þegar hefur verið samið um sýningar þáttanna á Norðurlöndunum og á Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Þá er verið að semja um endurgerð þáttanna fyrir Bandaríkjamarkað. Reiknað er með að þættirnir kosti í framleiðslu 1 milljarð króna.

Þættirnir fjalla um þegar að útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun.

16428132035_bcc4269fa4_z15805620924_4194796f3f_z16427194142_eb81340a58_z16240731410_9caab159e1_z16242231737_017c92936f_z16428132435_6fcc3e76d7_z  16402157116_c3796e197f_z 16402157186_169d9e3985_z 15808088183_b0c2bbe916_z