Á Þorra sýnt í Berg Menningarhúsi

Laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýningu í Bergi Menningarhúsi á Dalvík. Sýningin er hluti af verkefninu ” Réttardagur 50 sýninga röð” og er númer 41 í röðinni. Undanfarin fjögur og hálft ár hefur Aðalheiður sett upp sýningar erlendis og hér heima sem allar fjalla á einn eða annan hátt um íslensku sauðkindina og þá menningu sem af henni skapast.  Þannig hefur hún fjallað um sauðburð, slátrun, kindur á fjalli, innmat, Þorrablót, réttardaginn, réttarkaffi og fl.

Yfirleitt standast sýningarnar dagatal sauðkindarinnar svo sem sauðburður á vorin, og eru gjarnan unnar í samstarfi við fjölda listamanna og annað skapandi fólk. Sýningin í Bergi ber yfirskriftina “á Þorra”.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Heimild: www.dalvik.is/menningarhus