Hópur fimleikafólks úr Gerplu ferðast hringinn í kringum landið og kynnir fimleika á landsbyggðinni og auglýsir keppni í fimleikum á Unglingamóti UMFÍ sem fer fram á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina.

 Fimleikahringurinn heimsækir Fjallabyggð 19.júlí og 20. júlí. Að fimleikahringnum standa Evrópumeistararnir í hópfimleikum 2010. Hópurinn heldur fimleikanámskeið og sýningar fyrir alla krakka. Aðgangur er ókeypis en kostnaður við námskeið er aðeins 500 kr. og greiðist á staðnum. Kenndar verða grunnæfingar í fimleikum.

Hópurinn verður á Ólafsfirði í Íþróttahúsinu, 19.júlí kl. 16-18 og 20.júlí á Siglufirði í íþróttahúsinu kl. 16-18.