Fréttatilkynning frá Hafrannsóknastofnun – sérkennilegur skíðishvalur

Sérkennilegur skíðishvalur ‐ niðurstöður erfðagreininga. Þann 7. júlí sl. var hvalur dreginn á land í hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar  sem var við mælingar  og  sýnatöku í  hvalstöðinni tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir og mælingar auk sýnatöku. Bráðabirgðaniðurstaða Hafrannsóknastofnunar var að um væri að ræða blending en að staðfestingu yrði leitað með erfðafræðilegum aðferðum í vertíðarlok líkt og gert hefur verið í fyrri tilfellum þegar meintir blendingar hafa veiðst. Í kjölfar mikillar umræðu um það að umræddur hvalur væri hugsanlega steypireyður var ákveðið að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna til að fá niðurstöðu eins fljótt og mögulegt væri.  Þeirri vinnu er nú lokið. Niðurstöður  erfðafræðirannsóknanna  staðfesta  að  umræddur  hvalur  sem 

Read more