99% kennara í grunnskólum á Akureyri eru háskólamenntaðir

Kennsla og almennt starf er nú hafið í öllum grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar. Athygli vekur að hlutfall faglærðra og háskólamenntaðra í kennara er hátt og hefur hækkað smá saman síðustu árin.  Nemendur í leikskólum Akureyrarbæjar í vetur eru um 980 en grunnskólanemar eru 2730. Í haust hófu 276 börn leikskólagöngu en 285 hófu skólagöngu í 1. bekk grunnskólanna á Akureyri.

Búið er að ganga frá ráðningum í leikskólana og er hlutfall leikskólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna um 90%. Hlutfall grunnskólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna við kennslu í grunnskólum á Akureyri er um 99%.

Í lok ágúst voru 25 dagforeldrar starfandi á Akureyri og 3 nýir voru væntanlegir til starfa.

Heimild: Akureyri.is