Samkvæmt nýjustu tölum þá eru 961 einstaklingar með covid og í einangrun á öllu Norðurlandi, þar af 896 á Norðurlandi eystra. Þá eru alls 807 í sóttkví á öllu Norðurlandi, þar af 766 á Norðurlandi eystra.
Flest smitin á Norðurlandi vestra eru í Skagafirði en þar eru 30 í einangrun og 19 í sóttkví.
Á Norðurlandi eystra hefur Akureyrarbær verið með langflestu smitin undanfarnar vikur. Á vef Dalvíkurbyggðar er greint frá að 34 einstaklingar séu í einangrun og 29 í sóttkví.