Í morgun mættu hópur barna ásamt forráðamönnum í dorgveiðikeppni í tilefni Sjómannadagshelgarinnar í Ólafsfirði. Aflinn var mikill og voru fiskar mældir á lengd og svo sleppt aftur. Alls veiddust 92 þorskar á þeim klukkutíma sem keppnin stóð.

Þórarinn fékk 18 fiska á sína stöng, Kristján krækti í stærsta þorsk sem komið hefur uppá bryggju í Ólafsfirði og mældist 68cm á lengd. Þórður fékk svo minnsta sem mældist 37cm á lengd.

Börnin voru í björgunarvestum og var fyllsta öryggis gætt á höfninni þar sem keppnin fór fram.